SPILASTOKKUR
T Ó N S M Í Ð A R
&
H L J Ó Ð H Ö N N U N

Þjónusta


Tónsmíðar

Tónsmíðar af öllum stærðum og gerðum. Tónsmíðar fyrir texta, kvikmyndir, leikrit, innsetningar, auglýsingar, hljóðskúlptúra og hvað sem hugurinn girnist.

Draumkennt ástarlag?

Hasarfylltir trommutaktar?

Nostalgískir hljóðheimar fyrri ára?

Vertu í bandi og sjáum hægt er að kokka upp.

Hljóðhönnun

Frumleg eða klassísk búmm, krass, bojojong og víúvíú fyrir öll tilefni. Hljóð og óhljóð. Hugljúf eða full af úlfúð.

Hopp hljóð í tölvuleikinn?

Skrímslahljóð í hryllingsmyndina?

Umhverfishljóð fyrir draumasenuna í leikritið?

Allt það og meira til!

Úr stokknum

Afnot af lagi úr stokknum fyrir verkefnið þitt. Nokkur dæmi um lög úr stokknum má finna hér neðar á síðunni. Einnig er hægt semja um afnot af lögum frá Gosa með eða án söngs, allt er mögulegt!

Það eru sífellt að bætast lög í stokkinn svo vertu í bandi og ég týni til úrval af því sem gæti passað fyrir þig.

Nokkur lög úr stokknum.

Spurningar?

Ég svara öllum fyrirspurnum
með glöðu gleði
andripeturth@gmail.com

Talandi dæmi


Aldrei fór ég suður

Úr stokknum

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður notaði Gosa lagið Better sem stef hátíðarinnar árið 2019. Það ómar undir í myndband til þess að kynna listamenn hátíðarinnar og í sjónvarpsauglýsingu.

Ölverk

Úr stokknum

Ölverk pizzastaður og brugghús notuðu lagið Góður Fnykur í auglýsingu sinni.

Brainy

Tónsmíðar og hljóðhönnun

Verkefni fyrir Hollenska fyrirtækið Moved B.B. Þar sem beðið var um frumsanda tónlist og hljóðhönnun fyrir kynningarmyndband um snjallforrittið sitt Brainy.

The people

Úr stokknum

Marta Sif fékk afnot af Góður fnykur úr spilastokknum fyrir kynningarmyndband sem var hluti af lokaverkefni hennar úr Design Academy Eindhoven

Beca

Hljóðhönnun

Verkefni fyrir hönnuðinn Olivia Watkins sem bað um hljóðhönnun fyrir tískumyndband sem var hluti af lokaverkefni við Design Academy Eindhoven.

Neo

Hljóðhönnun

Hönnuðurinn Lola Gielen bjó til hljóðfærið Neo með það í huga að hver sem er gæti spilað á það. Hún fékk sérhönnuð hljóð í tækið frá Spilastokknum.

Vestri hjólreiðar

Úr stokknum

Vestri hjólreiðar fékk lagið Kilimanjaro Rain frá Gosa til að kynna Enduro hjólakeppni.

Úr stokknum


Ég


Andri Pétur Þrastarson maðurinn á bak við stokkinn er með BA gráðu í tónlistartækni frá listaháskólanum í Utrecht í Hollandi. Hann starfar sem tónlistarmaður hjá Gosa og Spilastokknum og sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Ísafjarðar.